Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Allt leikskólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla að markvissri velferð. Í leikskólanum er lagður grunnur að heilbrigðu lífi með útiveru, umhyggju, hreyfingu, hollu fæði, hvíld, jákvæðri sjálfsmynd, frelsi og öryggi. Í Hólaborg hlúum við að þroska og heilbrigði allra barna.
HEILBRIGÐISMARKMIÐ HÓLABORGAR ERU ÞESSI:
• Að hafa jákvæðan leikskólabrag þar sem daglegar athafnir stuðla að líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan barna,
starfsmanna og fjölskyldna.
• Að sjá hvað barnið getur og kann og að það öðlist sterka sjálfsmynd.
• Að sjá til þess að börnin eigi samleið með öðrum og njóti viðurkenningar.
• Að fjölbreytt hreyfing sé hluti af daglegu starfi.
• Að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og leiðbeina við borðhald.
• Að stuðla að hreinlæti og snyrtimennsku.
Kennum gott með góðu