Í sköpun felst kraftur sem veitir lífshamingju. Sköpun er mikilvæg fyrir alhliða þroska barna og við þurfum skapandi hugsun til að verða heilsteyptir einstaklingar. Í sköpun þarf að nota ímyndunaraflið og forvitnina til að sjá nýjar og frumlegar leiðir, til að leita eftir áhugaverðum möguleikum og gera tilraunir. Skapandi starf beinist að ferlinu sjálfu en ekki afurðinni hverju sinni þar sem hugmyndir, tilfinningar, gleði og ímyndun fá að njóta sín. Sköpun örvar gagnrýna hugsun og byggir á og hvetur til forvitni og áskorana. Með skapandi starfi eykst sköpunarþrá sem stuðlar að frumkvæði, námsáhuga og lausnamiðaðri hugsun sem leiðir til þekkingar og leikni eykst. 
 
SKÖPUNARMARKMIРHÓLABORGAR ERU ÞESSI:
 
•  Að forvitni barna og starfsfólks sé viðurkennd.
 
•  Að frelsi sé til að fara ólíkar leiðir að sama takmarki.
 
•  Boðið er upp á að vinna með margvíslegan og opinn efnivið.
 
•  Að starfsfólk komi til móts við þarfir allra barna með ólíkum kennsluháttum.
 
•  Að börnin njóti þess að taka þátt í skapandi ferli, finni ánægju og gleði yfir eigin sköpunarkrafti.
 
•  Ímyndunarafli barnanna er leyft að njóta sín og forðast er að nota efnivið með fyrirfram ákveðnum lausnum.  
 
Kennum gott með góðu