Þjónustumiðstöð Breiðholts er einn af samstarfsaðilum Hólaborgar. Starfsfólk og foreldrar geta leitað þangað eftir stuðningi og ráðleggingum sérkennsluráðgjafa og sálfræðinga.

Fjórum sinnum á ári sitja stjórnendur leikskólans, sérkennsluráðgjafi, sálfræðingur og félagsráðgjafi samráðsfund þar sem farið er yfir sérkennslumál leikskólans og það sem er á döfinni.

Afgreiðslutími í Þjónustumiðstöðinni er:

Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:30-15:00 en föstudaga kl. 10.00-15.00.

Almennt um þjónustumiðstöðina

Í Þjónustumiðstöð Breiðholts er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta til íbúa í Breiðholti, skólaþjónusta við  leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og ýmis fagleg þjónusta til stofnana og aðila í hverfinu.

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina í s. 411 1300 eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markmiðið með þjónustumiðstöðvum borgarinnar er að gera þjónustu aðgengilegri fyrir íbúa og efla þverfaglegt samstarf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna og auka þannig lífsgæðin í höfuðborginni. Jafnframt leggja þjónustumiðstöðvarnar mikla áherslu á að styrkja hvers kyns hverfastarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka.

Hverfisstjóri Breiðholts er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gegnir hann jafnframt framkvæmdastjórastöðu Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.