Þá er maímánuður gengin í garð. Við höfum verið meira úti en undanfarna mánuði og finnst börnunum það mjög skemmtilegt. Sumir vilja helst ekki koma inn í matar og kaffitímum. Hjólin eru mjög vinsæl en einnig kastalinn og rólurnar.
Það er mikilvægt að koma með sólarvörn fyrir börnin og geymi í hólfunum þeirra. Foreldrar bera á börnin á morgnanna síðan setjum við á þau eftir hádegið.
Síðastliðin föstudag var opið hús og þá komu foreldrar og aðrir velunnarar í heimsókn. Það var mjög skemmtilegt, við fengum líka til okkar börn sem byrja í haust og þau skoðuðu leikskólann og hittu önnur börn og foreldra.
Í dag (þriðjudag) var farið í sveitaferð að Grjóteyri sem foreldrafélagið skipulagði, við skoðuðum dýrin, fengum grillaðar pylsur og lékum okkur í leiktækum. Einnig voru traktorar, gröfur og fjórhjól á staðnum sem vakti mikla lukku hjá börnunum. Það var mjög góð mæting hjá foreldrum og allir nutu sín í botn.
Við stefnum á að fara í gönguferð útfyrir leikskólalóðina á næstunni og kíkja kannski á leikvelli í nágrenninu.