Það var margt gert í febrúar á Lóudeild. Við vorum með stelpukaffi þar sem mömmur, ömmur og frænkur komu í heimsókn og fengu sér kakó og kleinur. Það var mjög skemmtilegt.
Við vorum með litaþema í þessum mánuði og máluðum, lituðum, límdum og töluðum mikið um litina. Það er gott að halda áfram að segja hvernig allt er á litin, því þannig lærum við smá saman hvað litirnir heita.
Tvö börn voru í aðlögun í mánuðinu, sem nú eru orðin vel aðlöguð og farin að leika sér og kynnast börnunum á deildinni.
Við fengum nýja svampkubba/svamppúða inn á deild sem eru mjög skemmtilegir. Það er hægt að gera hús úr þeim, búa til brú sem hægt er að skríða undir eða hnoðast á þeim eins og hverjum og einum hentar.
Við höfum farið út á hverjum degi, því veðrir hefur verið svo gott. 3 börn fóru í vikunni út á hól hér við hliðina á leikskólanum og gáfu fuglunum brauð. Vonandi komumst við meira út fyrir leikskólagarðinn með hækkandi sól og getum skoðað nærumhverfið betur.
Það er komin ný mánaðaráætlun fyrir mars, stundum náum við ekki að gera allt sem við ætlum í mánuðinum en þá færist það bara yfir í næsta mánuð.
Reglulega eru settar inn nýjar myndir á heimasíðuna endilega kíkið á það.
Foreldraviðtöl verða í lok mars og þá kemur upp listi til að skrá sig á.
Í mars fer af stað nýtt verkefni sem við köllum uppáhalds bókin að heiman, en þá mega börnin koma með 1 bók að heiman sem við skoðum eða lesum með börnunum. Barnið fær þá spjald með sér heim sem segir að það megi koma með bók daginn eftir, því ekki geta öll börnin komið með bók sama daginn :)
Pála, Sigrún og Anna Gyða eru að fara til Englands 8.-12. mars að kynna sér Pen Green, Friðbjörg verður staðgengill Pálu í fjarveru okkar.
Minni svo á að leikskólinn er lokaður mánudaginn 7. mars vegna skipulagsdags.
Góða helgi
Eigið góða helgi, kveðja starfsfólk Lóudeildar.