Í Hólaborg er mat á námi og velferð barna unnið á margvíslegan hátt, þar á meðal er notast við uppeldisfræðilegar skráningar sem unnar eru af öllu starfsfólki leikskólans. Þessum skráningum er safnað í ferilmöppur sem allir hafa aðgang að. Í ferlimöppum eru meðal annars skriflegar skráningar, myndrænar skráningar og teikningar barnanna. Ferilmappa gefur upplýsingar um framfarir barna og líðan og hvetur þannig til að virðing sé borin fyrir sérstöðu hvers og eins. 
 
Uppsetning ferilmappanna er í þróun og tekur breytingum á hverri önn. Nú er verið að vinna í því að hafa þær aðgegnilegar fyrir börn og fjölskyldur og þannig gefa börnunum tækifæri til að endurupplifa, skoða og túlka eigin framfarir og fá staðfestingu eða leiðrétta sjálft sig.