Starfsáætlun Hólaborgar 2018 - 2019
Hér má nálgst Starfsáætlun Hólaborgar 2017-2018
Hér má nálgast Starfsaeatlun_leikskola_form _2016_2017.pdf fyrir leikskólaárið 2016-2017.
Hér má nálgast Starfsaeatlun Hólaborgar.pdf fyrir leikskólaárið 2015-2016.
Í Aðalnámskrá kemur fram að börn eigi að vera þátttakendur í því að móta eigin veröld, þar sem rödd þeirra hljómar og á hana hlutstað og tekið er tilliti til skoðana þeirra. Þess vegna þurfi leikskólakennarar að ætla sér tíma til uppeldislegra skráninga og athugana, bæði með einu barni og í barnahóp.
Starfsfólk Hólaborgar er að þróa sig í að gera skráningar en skráning getur farið fram með margvíslegum hætti. Notuð eru upptökutæki, myndavélar, myndbandsupptökuvélar og minnisblöð. Þegar gerðar eru skráningar þarf kennarinn að horfa á börnin vinna og hlusta á þau, virða skoðanir þeirra og þróa starfið út frá forsendum barnanna. Þegar gerð er skráning á að skoða hvað kann barnið, hvernig það lærir og hugsar. Kennarinn þarf að hafa í huga að ákveða ekki niðurstöðu skráningarinnar áður en barnið lýkur við verkefnið. Kennarinn þarf að skoða hvort barnið njóti alls þess efniviðar sem tiltækur er í leikskólanum og hafa hugfast að barnið sér allt annað en það sem kennarinn er búin að gera sér hugmyndir. Skráning veitir ekki síst kennaranum tækifæri til að skilja hvað börnin hugsa og hvað þau eru að uppgötva í leik og starfi alla daga.
Þá veitir skráning möguleika á skipulagi innra starfs og eykur þekkingu og yfirsýn sem síðan er nýtt til þróunar. Skráningaraðferðin gerir innra starf leikskólans sýnilegra og getur þannig verið verkfæri til að breyta skólastarfinu.
Suðurhólar 21, 111 Reykjavík
Símar: 4113210 / 8972258
holaborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning